Komið við á Súgandafirði og hluti áhafnar sóttur. Norðureyrarhlið í baksýn.
Á myndinni eru: Vilhjálmur Guðjónsson (1932-1988) 2. vélstjóri frá Gaul í Staðarsveit. Stendur aftast.
Frá vinstri: Kristmundur Guðmundsson (1928-2010) háseti frá Kaldrananesi. Framan við Vilhjálm lengst til vinstri. Helgi Jóhannesson (1900-1975) háseti frá Neskaupstað
Í miðröð við hlið Kristmundar: IIngimundur Kristján Ingimundarson (1927-2020) stýrimaður frá Tröllatungu
Aftast á bakvið Helga Jóh. er Þorbjörn Gissursson (1934-2011) háseti frá Súgandafirði.
Aftasta röð við hlið Ingimundar (og Helga skipstjóra): Guðmundur Júlíus Gissursson (1935-) háseti frá Súgandafirði.
Fremstur fyrir miðju: Helgi Ingólfur Ibsen (1928-2004) skipstjóri frá Súgandafirði
Aftasta röð við hlið Þorbjörns: Hilmar Harðarson (1938-) háseti frá Reykjavík
Framan við Helga skipstjóra: Sigvaldi Loftsson (1930-2006), háseti frá Hólmavík. Aftan við hlið Hilmars og lengst til hægri: Jón Guðjónsson (1926-) 1. vélstjóri frá Gaul í Staðarsveit. Rafn Eðvarð Sigurðsson (1938-2019) matsveinn frá Akranesi, tók myndina og er því ekki á myndinni.
(Bræðurnir Þorbjörn og Guðmundur Júlíus Gissurssynir komu um borð í Súgandafirði.)