Hjálmar Lýðsson, vélstjóri

Þetta var Hvalur IV. Við byssuna er Hjálmar Lýðsson (1930-2024) og "fyrir ofan hann" er Jón Hallgrímsson, síðar kvensjúkdómalæknir. Sá í miðjunni, í ljósum bol, er Bjarni Veturliðason (1931-1997) matsveinn. Sá sem er lengst til vinstri er Bjarni Sigfússon, þá "messagutt". Í þessari ferð kom Hvalur IV með eina langreyði til lands. Að einungis einn hvalur fékkst í ferð sést m.a. á því að sprengjuhleðslan er enn á skutlinum og sýnir að byssan hefur verið hlaðin í annað sinn í ferðinni en ekki fengist hvalur. Skotið sem er sett í byssuna er hins vegar alltaf fjarlægt þótt ekki sé sprengjuhleðslan fremst tekin í burt - þegar ekki fékkst annar hvalur í veiðiferðinni. (Uppl. frá Hjálmari Lýðssyni 091203).

Efnisflokkar
Nr: 13316 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1950-1959 raf00118