Keilir Ak 92

HB báturinn Keilir bar upphaflega kennistafina GK 92. Skýringin var sú að þessi bátur sem smíðaður var í Svíþjóð árið 1935, var upphaflega í eigu HB & Co. í Sandgerði, auk þriggja einstaklinga frá Sandgerði, Keflavík og Garði. Þessir aðilar voru skráðir eigendur frá júní árið 1938. Í lok nóvember árið 1941 eignaðist Miðnes hf. í Sandgerði þennan bát, en hann var svo seldur HB & Co. á Akranesi í desemberbyrjun árið 1944. Fyrst hét hann Keilir MB 92, en árið 1947 var umdæmisstöfunum breytt í AK. Þessi mynd er því örugglega tekin á árabilinu 1947 til 1971, en það síðara ár var báturinn seldur frá Akranesi. Sennilega er hún frá því um 1950. Frá Akranesi fór Keilir til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Dís RE. Dæmdur ónýtur árið 1976.

Efnisflokkar
Nr: 13300 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1930-1949 raf00101