Sigrún AK 71

Sigrún AK 71 var annað skipið á Akranesi með þessu nafni og númeri, smíðað 1962 hjá Þ&E á Akranesi. Eigandi frá 27. júní 1962 Sigurður Hallbjarnarson hf. á Akranesi. Skipið stoppaði stutt við á Akranesi, var selt vorið 1965 til Skagastrandar og skírt Helga Björg HU. Myndin er því líklegast tekin á síldarvertíð sumarið 1963 eða 1964. 1971 var það svo selt til Keflavíkur og hét þá Hólmsberg KE. 1977 fór það í Garð og fékk nafnið Þórður Sigurðsson KE. Þar næst lá leiðin til Grundarfjarðar árið 1980 og gekk þar undir nafninu Framfari SH. 1982 var skipið selt til Reykjavíkur og kallað Jón Halldórsson RE. Til Grindavíkur var skipið selt árið 1984 og fékk þá heitið Garðar GK. Haustið 1987 skiptir það enn um nafn og eigendur, var áfram í Grindavík en nú undir nafninu Þorbjörn II GK. Það var skráð í Grindavík árið 1988 en eftir það skortir heimildir til að greina frekar frá flækingskenndri sögu Sigrúnar AK 71 hinnar síðari.

Efnisflokkar
Nr: 12118 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1960-1969 raf00076