Siglt út úr Reykjavíkurhöfn

Danska farþegaskipið, Dronning Alexandrine, siglir hér út á milli vita í Reykjavíkurhöfn. Við afturskipið fylgir hafnsögubátur fast með síðu þess. Út á ytri höfn liggur við akkeri m.s Tröllafoss, skip Eimskipafélags Íslands. M.s Tröllafoss hætti siglingum til landsins á árinu 1964 og "Drottningin" árið1965.

Efnisflokkar
Nr: 60263 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949