Skafti Jónsson

Skafti Jónsson (1895-1933) útgerðarmaður á Hofi á Akranesi. Fékk skipstjórapróf árið 1921 og var á togurum eftir það. Keypti vélbátinn Kveldúlf frá Ísafirði árið 1927 og byggði fiskihús þar sem Neðri Lambhús voru. Fórst ásamt Einari Jónssyni bróður sínum og allri áhöfn á Kveldúlfi þann 19. janúar 1933. Sjá einnig upplýsingar um hann á haraldarhus.is nr. 1915.

Nr: 30480 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929