Þórarinn Ólafsson

Þórarinn Ólafsson (1912-1995) kennari. Þórarinn Ólafsson kennari fæddist 23. maí 1912 á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Foreldrar hans voru Sigríður Guðrún Samúelsdóttir, fædd 12. nóvember 1893 í Skjaldarbjarnarvík, og Ólafur Pétursson frá Hraundal, fæddur 5. janúar 1875 á Dröngum. Eiginkona Þórarins var Rannveig Hálfdánardóttir, fædd 9. janúar 1917, en börn þeirra eru Ólafur Hálfdán, Þórgunna, Kristín Sigríður og Þórunn Rannveig. Þórarinn var við nám í Héraðsskóla Reykjaness 1935-­37, Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar 1937-­38 og Statens Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn 1939-­40. Einnig sótti hann dómaranámskeið í dýfingum í Kaupmannahöfn árið 1940 og var við nám í Handíðaskóla Íslands árið 1941. Árið 1942 var Þórarinn á íþróttanámskeiði á Laugarvatni og kenndi hjá knattspyrnufélögum Vals og Víkings í Reykjavík. Hann var íþróttakennari við Miðbæjarskólann í Reykjavík 1942-­43 og kennari á Eiðum 1943­-45. Hann kenndi við Iðnskólann á Akranesi frá 1946-­1963, gagnfræðaskólann frá 1946-­1977 og fjölbrautaskólann frá 1977-­79. Loks starfaði hann á bókasafni fjölbrautaskólans til 1991.

Nr: 29942 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1960-1969