Sjómannadagurinn 1979

Kappróður á sjómannadaginn 1979. Upp af framdekki á Bjarna Ólafssyni AK, má sjá í reykháf og hluta yfirbyggingar á m.s Helgafelli (II) skipi Skipadeildar S.Í.S, sem hér er mjög nýlega keypt til landsins. Helgafellið lá í höfn á Akranesi um tíma vegna verkfalls yfirmanna á farmskipum.

Efnisflokkar
Nr: 18545 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1980-1989 oth01691