Guðrún Gísladóttir ljósmóðir fyrir utan hús sitt Krókatún 2
Guðrún Gísladóttir (1868-1954) bjó á Akranesi frá 1902 til dánardags, lengst á Mið-Söndum. Lærði ljósmóðurfræði hjá Schierbeck landlækni árið 1892. Ljósmóðir í Andakíl 1892-1894, Leirár- og Melasveit 1894-1902 og á Akranesi 1902-1938. Tók á móti 1166 börnum. Samhliða ljósmæðrastarfinu var hún hjúkrunarkona og annáluð fyrir störf sín. Sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1945. Heiðursborgari Akraneskaupstaðar árið 1948. Reynitrén fyrir framan hús Guðrúnar eru úr Hallormsstaðaskógi og voru sett niður árið 1924 þá spönn að lengd.
Efnisflokkar