Knörr

Fyrsti bátur sem smíðaður er úr trefjaplasti á Akranesi. Knörr var smíðaður á Akranesi árið 1980 fyrir Björn Vilbergsson og Pétur Jónsson,og afhentur eigendum 30. júní það ár. Þessi er tekin í skipasmíðastöðinni Knörr sem var þá til húsa í gamla íþróttahúsinu við Laugarbraut. Þremur árum síðar var báturinn seldur til Ólafsfjarðar og fékk þá nafnið Sæunn ÓF 7. Hann var skráður í Ólafsfirði árið 1988, en hvað síðan varð um hann er ekki vitað.

Efnisflokkar
Nr: 15366 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1980-1989 oth01076