Georgshús

Georgshús byggt 1882 af Georg Thorsteinsson. Þar var lengi hótel- og veitingarekstur og rétt eftir aldamótin var þar byggður ljósmyndaskúr. Georgshús stóð á jafnri tölu, 36, við Vesturgötu (og stóð húsið líklega aðeins út í götuna), neðan við Vitateig. - Á myndinni sést í Vesturgötu 40. Í húsinu bjuggu í einhvern tíma Ragnheiður og Baldur “í Skagaveri”og Agnar og Júlía, systkini Þórðar, Jóhannesar og Ólafs Frímanns Sigurðssonar, og a.m.k. um einhverja hríð Jósef og Christel, nú (2003) að Vesturgötu 64. - Inngangur til þeirra var á þeirri hlið hússins sem var frá Vesturgötu. Uppi í “viðbyggingunni” (?) fjær var í eina tíð sælgætis- og gosverslun (ef til vill einnig kaffisala) sem Jóhannes, faðir Böðvars og Harðar sem nú (2003) búa með eiginkonum sínum við Hjarðarholt. - Gengið var upp stigann um dyr þær sem sjást að Vesturgötu.

Efnisflokkar
Nr: 13916 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth01005