Lambhús og hús Haraldar
Efri-Lambhús eru næst ljósmyndara á efra horni Vesturgötu (t.v.) og Bárugötu. Þau eru horfin fyrir löngu. Þar bjó Kjartan með fjölskyldu sinni en Kjartan þessi var einn þeirra sjómanna sem fóru með Ægi inn á Mýrar vegna Pourquoi Pas? slyssins í september 1936. Hann var faðir "Gæja Kjartans" sem nú (2011) býr í húsinu nr. 5 við Skagabraut, sem stundum var nefnt "Kreml" vegna byggingarsögu. Í næsta húsi ofar við Vesturgötuna, en þar mun hafa staðið Albertshús og þetta hús því oft nefnt Albertshús, bjó Haraldur Kristmannsson, m.a. faðir Helga og Þorgeirs heitins sem tengdust t.d. byggingar- og steypufyrirtækjum á Akranesi.
Efnisflokkar