Miðteigur
Miðteigur (Guðrúnarkot), fyrsta timburhús á Skaga og byggt árið 1871. Hallgrímur Jónsson útvegsbóndi og hreppstjóri lét byggja húsið og markaði smíði þess tímamót á Akranesi, því að fram til þess vour torfbæir allsráðandi sem íbúðarhúsnæði. Húsið var flutt tilsniðið frá Noregi að beiðni Jóns Thoroddsen sýslumanns á Leirá, en ætlun hans var að reisa húsið þar og þegar byggingarefnið kom á Skaga lést sýslumaður. Fór því byggingarefnið aldrei á Leirá og keypti Hallgrímur það og lét reisa húsið á Miðteigi í stað eldri bæjarhúsa úr torfi og grjóti. Tvíbýli var að jafnaði í húsinu.
Efnisflokkar