Bjarni Jónsson, rektor

Bjarni Johnsen (1809-1868) frá Bessastöðum á Álftanesi. Stúdentspróf Bessastöðum 1828. Cand. mag. í málfræði við Hafnarháskóla 1836, lauk hinu verklega prófi 1838. Ferðaðist til Frakklands og Englands 1845 með styrk af opinberu fé. Kennari við lærða skólann í Álaborg 1836—1846. Varð 1846 yfirkennari við lærða skólann í Horsens, gegndi þar um tíma rektorsstörfum. Skipaður árið 1851 rektor Lærða skólans í Reykjavík og gegndi því embætti til æviloka.

Nr: 8586 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: Fyrir 1900 mmb00088