Knattspyrnulið ÍA - 1954

Myndin mun vera af leikmönnum ÍA o.fl. við upphaf knattspyrnuferðar til Þýskalands 1954 - en nokkra fasta leikmenn liðsins vantar þó á þessa mynd og á því er skýring: Ríkharður Jónsson (1929-2017), Þórður Þórðarson (1930-2002), Guðjón Finnbogason (1927-2017), Sveinn Teitsson (1931-2017), Oddur Dagbjartur Hannesson (1930-2000) og Pétur Georgsson(1931-1987) höfðu farið nokkru áður til Svíþjóðar að leika landsleik fyrir Íslands hönd 24. ágúst 1954 í Kalmar. - Þessir sex slógust síðan í ferð með félögunum sem á myndinni eru og héldu með þeim til Þýskalands. - Akranesliðið lék a.m.k. 3-4 leiki í ferðinni – m.a. í Hamborg, Berlín og Hannover.

Frá vinstir: Óli Örn Ólafsson (1925-1976) frá Hraungerði fararstjóri, Sigurður Ólafsson (1933-2017), Guðmundur Magnússon (1927-2009) frá Baldurshaga, Sveinn Bergmann Benediktsson (1925-1966) frá Skuld, Halldór Jón Sigurbjörnsson (1933-1983), Benedikt Vestmann (1927-1969), Gísli Sigurbjörnsson (1907-1994) aðalfararstjóri, Kristinn Valgeir Gunnlaugsson (1934-2001) frá Esjubergi á Akranesi, Guðmundur Sveinbjörnsson (1911-1971) fararstjóri, Nína Gísladóttir fararstjóri, Magnús Kristjánsson (1921-1997), Lárus Árnason (1910-1986) fararstjóri, Helgi Júlíusson (1918-1994) fararstjóri, Ólafur Vilhjálmsson (1926-1985), Helgi Björgvinsson (1934-2017), Guðmundur Jónsson (1927-1983) og Kristján Stefán Sigurjónsson (1933-2007)

Efnisflokkar
Nr: 3801 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1950-1959 oth00009