Haraldur Ak 100

Haraldur MB, síðar AK 100, eigendur Sigurður Hallbjörnsson og Þorkell Halldórsson. Þessi bátur var smíðaður í Danmörku árið 1917 fyrir Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum. Þaðan var hann gerður út til 1925 að Ísbjörninn í Reykjavík keypti hann. Þar hélt hann sama nafni en fékk einkennisstafina RE 232. Árið 1929 lá leiðin upp á Skipaskaga þegar Sigurður Hallbjarnarson og Þorkell Halldórsson keyptu hann í nóvember það ár. Áfram hét hann Haraldur en fékk stafina MB 100 sem hann ber á þessari mynd. Umdæmisstöfunum var svo breytt í AK árið 1947. Þann 12. apríl 1956 var Haraldur loks seldur til Reykjavíkur eftir að hafa verið gerður út frá Akranesi í 26 ár. Skipið hélt Haraldarnafninu áfram en fékk einkennistafina KÓ. Talinn ónýtur haustið 1967. Mynd af bátnum í bókinn Íslensk skip er sennilega tekin sama dag og sú sem hér er, og þá á sundunum við Reykjavík. Sú mynd er hins vegar af stjórnborðshliðinni. Þetta er á árabilinu 1929 til 1947 eins og MB skráningin gefur til kynna.

Efnisflokkar
Nr: 20914 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1930-1949 oth02636