Uppstilling

Mynd þessa hefur Ólafur sennilegast tekið fyrir Framtak 1966, en í 1. tbl. 18.árg., sem er dagsett laugardaginn 5. febrúar 1966, birtist þessi mynd á bls. 5, ásamt frétt þess efnis að Loftur Bjarnason hafi gefið Byggðasafni Akraness að Görðum tafl þetta til minningar um starfsemi hvalveiðistöðvarinnar í Hvalfirði. Í fréttinni segir að „[t]aflmennina smíðaði Einar B. Vestmann, úr hvalbeini, en Ingvi Þórðarson smíðaði taflborðið. Báðir eru þeir búsettir á Akranesi.“

Efnisflokkar
Nr: 19945 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola01127