Bátalíkan

Mynd þessa hefur Ólafur sennilegast tekið fyrir Framtak 1966, en í 1. tbl. 18.árg., sem er dagsett laugardaginn 5. febrúar 1966, birtist þessi mynd á bls. 5, ásamt frétt þess efnis að Björn Ólafsson, fyrrverandi ráðherra, hafi fært Byggðasafninum líkan þetta að gjöf. Í fréttinni segir líkanið sé „af sexæringi með Engeyjarlagi, nánar til tekið af sexæringi sem föðurbóðir Björns, Björn Ólafsson, formaður á Akranesi, stýrði og hét Rjúpan.“ Helgi Eyjólfsson frá Litla Bakka á Akranesi smíðaði líkanið eftir teikningu Hafliða Hafliðasonar, skipasmiðs, en teikningin fylgdi gjöfinni.

Nr: 19944 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola01126