Karen Vilhjálmsson
Mynd þessa hefur Ólafur sennilegast tekið fyrir Framtak 1966, en hún birtist á baksíðu 6. tbl., 18. árg. sem er dagsett sunnudaginn 15. maí 1966. Fylgir hún frétt um að Hannyrðabúðin sé flutt í nýtt húsnæði: Hannyrðabúðin er flutt í glæsileg húsakynni að Kirkjubraut 6, þar sem áður var Stjörnukaffi. Frú Karen Vilhjálmsson (1908-1982) hefur rekið Hannyrðabúðina síðan 1955 við sívaxandi vinsældir bæjarbúa og selt aðallega hannyrðavörur og prjónagarn. Síðan er greint frá því að í nýju húsnæði skapist aðstaða til að auka fjölbreytni í vöruúrvalið og að þar muni framvegis fást gardínuefni, handklæði og önnur álnavara.
Efnisflokkar