Bæjarstjórnarfundur
Myndin er tekin í Bæjarþingsalnum sem var á efstu hæð Bæjarhússins að Kirkjubraut 8. Á neðstu hæð hússins var lögreglustöð og á annarri hæð bæjarskrifstofurnar. Frá vinstri: Sigríður Auðuns (1904-1992), Agnar Jónsson (1926-2006) og Sverre Valtýsson (1923-1989), bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þá Hálfdán Sveinsson (1905-1970) frá Alþýðuflokki, við hlið hans eru Jón Árnason (1909-1977), Sjálfstæðisflokki og Geirlaugur Árnason (1926-1981) frá Alþýðuflokki. Sigríður Auðuns var fyrsti varamaður í bæjarsjórn í kosningu árið 1958. Þegar Ólafur B. Björnsson deyr 1959 er hún skipuð í bæjarstjórn, fyrst kvenna á Akranesi. Skipuð 15. maí 1959 og sat út kjörtímabilið , til 1962.
Efnisflokkar