Bæjarstjórn Akraness
Þessi mynd er tekin á fundi bæjarstjórnar Akraness í þáverandi bæjarhúsi (á efstu hæð) við Kirkjubraut. Bæjarfulltrúar f.v. Sigríður Auðuns (1904-1992, Agnar Jónsson (1926-2006), Sverre Valtýsson (1923-1989), Hálfdán Sveinsson (1907-1970), Jón Árnason (1909-1977), Geirlaugur Árnason (1926-1981), Guðmundur Sveinbjörnsson (1911-1971), Daníel Ágústínusson (1913-1996) og Sigurður Guðmundsson (1917-2008) Sigríður Auðuns var fyrst kvenna til að sitja í bæjarstjórn á Akranesi. Var fyrsti varamaður fyrir hönd sjálfstæðismanna í kosningunni árið 1958 og tekur sæti sem aðalfulltrúi 15. maí 1959. Tók sæti Ólafs B. Björnssonar er lést fyrr á því ári.
Efnisflokkar