Knattspyrnulið bæjarstarfsmanna
Myndin er tekin á Akranesvelli (malarvellinum) og sýnir lið „bæjarstarfsmanna“ sem sigraði í firmakeppni í knattspyrnu - líklega á fyrri hluta sjöunda áratugar (síðustu aldar!).
Aftari röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, Svavar Sigurðsson (1939-), Gunnar Hjörtur Gunnarsson, Tómas Jóhannes Runólfsson (1941-2021), Ingi Þór Bjarnason (1943-2021) og Skúli Hákonarson.
Fremri röð frá vinstri: Atli Marinósson (1942-), Helgi Ólafur Hannesson (1939-2015), Þorkell Kristinsson, Björn Ingi Finsen (1942-2025) og Ingvar Friðriksson.
Efnisflokkar