Sjómannadagurinn
Hallfreður Guðmundsson (1896-1988) hafnsögumaður og formaður sjómannadagsráðs, Viðar Karlsson (1935-), Ásgrímur Eyleifsson (1885-1965), Þorbergur Þórðarson og Sr. Jón M. Guðjónsson (1905-1994). Venja hefur verið á þessari árlegu hátíð sjómanna að sæma eldri sjómenn heiðursmerki, orðu sjómannadagsins, sem vott virðingar og þakklætis fyrir unnin störf, tvo menn í hvert sinn. Myndin sýnir, er verið er að afhenda orðuna. Að þessu sinni hlutu hana Ásgrímur Eyleifsson og Guðmundur Þórðarson á Vegamótum, báðir sjómenn á Akranesi í áratugi. Ásgrímur er þriðji frá vinstri. Ungi maðurinn er Þorbergur Þórðarson á Vegamótum, og veitir hann orðunni viðtöku fyrir hönd afa síns, er eigi gat mætt sjálfur vegna lasleika. Athöfnin fór fram í Bíóhöllinni.
Efnisflokkar