Árshátíð Barnaskóla Akraness árið 1955 í Bíóhöllinni Úr leikritinu "Skyggnu augun", í febrúar árið 1955. Leikritið „Skyggnu augun“ er eftir Stein Sigurðsson (1872-1940), kennara og skrifstofumann í Hafnarfirði, en hann var vinsælt alþýðuleikskáld á sinni tíð og sviðsetti leikritin sín sjálfur í Gúttó í Hafnarfirði, en síðan voru þau sýnd víða um land. Þetta leikrit birtist fyrst í ritinu Unga Ísland árið 1925. Kunnustu leikrit Steins voru hins vegar átakaverkið „Stormar“ (1922), þar sem fyrst mun vera fjallað um verkalýðsátök í íslensku skáldverki, gamanleikurinn „Almannarómur“ (1921), sem fjallar um róginn og var sýndur víða um land, og „Afltaugar kærleikans“ (1919), þar sem sennilega var fyrst fjallað um umhverfismál í íslenskum skáldskap, ef marka má frásagnir, en þetta verk er týnt.