Árshátíð Barnaskóla Akraness árið 1957 í Bíóhöllinni Frá vinstri: Þórólfur Ævar Sigurðsson, Guðmundur Garðarsson og Sólborg Lárusdóttir Þessi leikþáttur hét „Yngingarvélin“ og var vinsælt skemmtiefni á þessum árum. Giska er á að höfundur þáttarins hafi verið Haraldur Á. Sigurðsson. Leiksagan gekk út á það að eldri hjón (tvö blaktandi skör) komu til uppfinningamanns (Þórólfur Ævar) sem átti þessa forláta vél sem yngdi fólk upp (það sést í vélina lengst til hægri). Fyrst fór eiginkonan í vélina og yngdist svo um munaði og út steig glæsileg kona. Hjónunum þótti þetta hreint afbragð og gamli maðurinn fór í vélina líka. Hins vegar gerðist það að uppfinningamaðurinn var svo gagntekinn af hinni „ungu“ konu sem var nýkomin úr vélinni og hún uppveðraðist af skjallinu. Hann lét því vélina ganga meðan hann lét dæluna ganga uns sá gamli sem var inni í vélinni gerðist ódæll og hóf að berja vélina innan til þess að komast út. Jafnskjótt og uppfinningamaðurinn opnaði vélina stökk smávaxinn drengur út í stað þess gamla. Hafði vélin þá gengið allt of lengi og sá gamli breyst í ungan dreng