Húsbygging Sjúkrahússins var virt hjá Brunabótafélagi Íslands þann 14. júní 1949. En starfsemin í húsinu hófst þó ekki fyrr en árið 1952. Eins og segir í tímaritinu Akranes: "Nú er hinu langþráða marki náð, hið nýja sjúkrahús er tekið til starfa. Byggingin er búin að biða lengi fullgerð. Lengi vantaði fé og fjár- festingarleyfi, sem áhuga- og atorkuleysi hefur þó sjálfsagt átt einhvern þátt í hve lengi dróst að útvega. Kvenfélag Akraness hefur seint og snemma unnið að þessu máli með ráðum og dáð. Og nú, þegar allt stóð fast, — og vantaði þó ekki nema herzlumuninn, — tók það enn af alefli á og ork- aði miklu. Kvenfélagið hafði trú á að leita nú til almennings, sem heldur ekki brást þvi trausti. Þar sem þetta tókst með eindæmum einhug og fórn- fýsi allra, sem til var leitað, skal hér nokkuð sagt frá þvi mikla átaki, sem endanlega leiddi málið í höfn."