Ölvershátíð
Sennilega er þetta tekið á Ölvershátíð, sem lengi var skikkanlega haldin á sumrum, en drukknaði á endanum í óreiðulegu samkrulli af sukki og brennivíni. Jeppinn með hliðargluggana þrjá, sem stendur við hlið rútunnar vinstra megin (og snýr í öfuga átt við hana) sýnist vera sá frægi E-26, sem Árni Böðvarsson og sonur hans Ólafur Árnason áttu sameiginlega. Eitthvert undarlegt samkrull af Willys og Ford! Straumlínulagaða drossían hægra megin á myndinni, sem veit til vinstri, og stendur nánast beint upp af tjaldinu, sennilega sjálfrennireiðin sú hin ágæta sem Lýður Jónsson fiskmatsmaður ók jafnan á af miklu harðfylgi og naut ómældrar aðdáunar fyrir vikið.
Efnisflokkar