Ferming
Sr. Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur Akurnesinga til fjölda ára er hér að leiða fermingarbörn til kirkju. Hann hafði þann sið jafnan að fara í eins konar skrúðgöngu með börnin frá Iðnskólanum (þar sem þau klæddust fermingarkyrtlunum) og í kirkjuna. Séra Jón varð fyrstur íslenskra presta til þess að gera hina hvítu fermingarkyrtla að skylduklæðnaði við þessar athafnir. Það var árið 1954. Myndin mun vera frá því fyrir 1960, vegna þess að hin hvítu höfuðskraut sem stelpurnar bera eru sögð hafa horfið um 1960.
Efnisflokkar