Gatnagerð á Skólabraut
Þetta er ekki fyrsta gatan, sem steypt var hér í bæ. Þessi mynd er frá árinu 1961, er stórátak var gert í varanlegri gatnagerð á Niðurskaganum, Skólabraut, Vesturgata, Bárugata, Hafnarbraut og Suðurgata. Má finna upplýsingar um þetta í blöðum frá þessum tíma, en þetta framtak vakti landsathygli og markaði tímamót á sínu sviði hér á landi. Hins vegar var fyrsta gatan steypt haustið 1960 en það var Kirkjubrautin frá Akratorgi (þá nefnt Skuldartorg) upp að Merkigerði og vakti það ekki minni athygli. Þetta var í bæjarstjóratíð Hálfdáns Sveinssonar.
Efnisflokkar