Á Vesturgötu

Sennilega 17. júní skrúðganga um það bil að komast á leiðarenda á skólalóðinni neðst við Skólabraut. Gamla barnaskólahúsið hefur væntanlega verið Vesturgata 60. Þetta er einhvern tíma öðru hvoru megin við 1950. Lengst til hægri sér í bláhornið á gamla barnaskólahúsinu; fyrir ofan það er Vesturgata 66, þar lengra til vinstri, nánast á miðri mynd er Bjarg, símastaur, þá næsta Bjarg, og síðan Setberg, fáni, Þórshamar, síðan sést í hvítan húsgafl lengst innfrá og það er líklega Vesturgata 88, þ.e. Dvergasteinn. Næst til vinstri sér í gaflinn á Vesturgötu 69.

Efnisflokkar
Nr: 4934 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 ola00369