Á Skólabrautinni

Skólabrautin, húsið efst í götunni er Sparisjóður Akraness. Húsið sem hýsti sparisjóðinn og var brotið niður, var verslunarhús áður og hét Ásberg. Þar verslaði Jón faðir Guðrúnar Geirdal (ekkju Óðins Geirdal) auk þess sem Óðinn verslaði þar um tíma og Sigurður Vigfússon rak þar verslun um skeið. Þá hús Jóns skósmiðs. - Stóra húsið, Akrar, var flutt á Presthúsabraut árið 1955 og stendur þar enn þegar þetta er ritað 2004. Þar bjuggu þeir Akrabræður, Bergþór, Jóhannes og Þórður Guðjónssynir og ólust upp ásamt fleirum. - Næst Geirsstaðir; Kjartan Trausti bjó á Geirsstöðum ásamt foreldum sínum, Sigurði og Kristínu, sem rak þar smábarnaskóla, eða "tímakennslu" eins og það var kallað í þá daga. Systir Kjartans, sem þarna ólst upp einnig, var Guðmunda Vigdís, ekkja séra Róberts Jack, sem m.a. var prestur í Grímsey.

Efnisflokkar
Nr: 4863 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 ola00210