Vesturgata

Þetta er „Mýrin“, sem svo var nefnd í eina tíð, þar sem svonefnt „Smáíbúðahverfi“ var reist upp úr 1950. Á myndinni sjást fyrstu húsin í „Mýrinni“. Myndin er tekin ca. 1953 á móts við þar sem seinna reis íþróttahúsið við Vesturgötu (hægra megin við myndina). Jeppinn sem aðeins sér í afturhlutann á lengst til hægri er án efa sá ágæti E-26. Sá jeppi var einhver undarleg samsuða af Willys og Ford, amk. var vélin úr Ford-bíl en undirvagninn úr einhverjum stríðsára-Willys.

Efnisflokkar
Nr: 4861 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 ola00206