Vitateigur, húsið næst til vinstri er "Læknishúsið". Þá er Vitateigur 1 sem Björn Jóhannsson Björnsson reisti. Næst er Vitateigur 3 sem faðir minn , Lárus Þjóðbjörnssn byggði árið 1940 og þar næst Vitateigur 5 sem hann byggði fyrir Njál Þórðarson skipstjóra og konu hans Helgu Sigurðardóttur um svipað leyti. Lárus byggði einnig Vitateig 5b þar sem hann rak fyrst trésmíðaverkstæði en áður hafði hann byggt Sóleyjargötu 13. Öll þessi hús stóðu í landi Georgshúss (á horni Vesturgötu og Vitateigs þar sem nú er Vitateigur 2) sem þau systkyni, Björn, móðir mín Margrét Jóhannsdóttir og uppeldisbróðir þeirra Njáll fengu að erfðum eftir foreldra sína Jóhann Björnsson hreppstjóra og Halldóru Sigurðardóttur. Efst hægra vinstra við Vitateig er Ásahús.