Árið 1951 varð ÍA fyrst liða utan Reykjavíkur til að hljóta Íslandsmeistaratign í knattspyrnu meistaraflokks karla og sama ár var guli liturinn notaður í fyrsta sinn á búningi Skagamanna. Aftari röð frá vinstri: Kristján Leó Pálsson (1925-2016), Jón S. Jónsson, Pétur Georgsson (1931-1987), Þórður Þórðarson (1930-2002), Oddur Dagbjartur Hannesson (1930-2000), Ríkharður Jónsson (1929-2017) fyrirliði og þjálfari, Guðmundur Jónsson (1927-1983) og Halldór Jón Sigurbjörnsson (1933-1983) Fremri röð frá vinstri: Sveinn Teitsson (1931-2017), Sveinn Bergmann Benediktsson (1925-1966), Jakob Sigurðsson 1926-2012), Magnús Kristjánsson (1921-1997), Ólafur Vilhjálmsson (1926-1985), sem þjálfaði liðið fram í júní eða þar til Ríkharður kom heim, og Guðjón Finnbogason (1927-2017).
Hér má sjá myndina eins og hún var upphaflega