Sveinbjörn Oddsson gerður að heiðursfélaga hjá Alþýðuflokksfélagi Akraness

Þessi mynd er tekin árið 1964 af fjórum krötum, en þeir eru frá vinstri: Kristján Guðmundsson (1902-1988), Helgi Biering Daníelsson (1933-2014), Sveinbjörn Oddsson (1885-1965) og Hálfdán Sveinsson (1907-1970). Tilefni myndatökunnar var það að Alþýðuflokksfélag Akraness samþykkti á fundi sínum 7. febr. 1964 að gera Sveinbjörn að heiðursfélaga. Þarna eru semsé fulltrúar stjórnarinnar heima hjá Sveinbirni þeirra erinda að tilkynna honum ákvörðun félagsins og var honum jafnframt afhent heiðursskjal.

Efnisflokkar
Nr: 32393 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969