Jón Sigmundsson, gjaldkeri sóknarnefndar, rifjar upp minningar frá bernskuárum sínum í Görðum.
Á myndinni eru f.v.: Séra Sigurjón Guðjónsson prófastur, séra Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup, Jón Sigmundsson (1893-1982) og sr. Jón M. Guðjónsson (1905-1994) Í fögru veðri var turninn vígður af biskupi landsins, dr. Ásmundi Guðmundssyni. Turninn var reistur til minningar um fornt kirkjuhald í Görðum og var valinn staður sem næst því sem menn ætluðu að verið hefði kórstæði Garðakirkju. Skóflustungan að klukkuturninum var tekin þann 3. júlí 1955 og var sú dagsetning valin með hliðsjón af því að þann dag hefði sr. Þorsteinn Briem orðið sjötugur, hefði honum enst aldur. Séra Jón M. Guðjónsson var forvígismaður að byggingu turnsins og teiknaði útlit hans.
Efnisflokkar
Nr: 29224
Tímabil: 1950-1959