Frá vinstri: Ingi Steinar Gunnlaugsson (1947-), Svavar Haraldsson, Ævar Sigurðsson, Einvarður Rúnar Albertsson (1947-2000), Rögnvaldur Einarsson, Viktor Björnsson, Björn Þórleifsson (1947-2003), Sigurður V. Guðmundsson, Sigurður P. Guðnason, Axel Jónsson ásamt hundinum Pip. Myndin er gjöf frá 4. bekk til skólans. Textinn við myndina er á þessa leið: "Við skulum hugsa okkur að við hverfum aftur í tímann eina öld eða svo. Þá var íþróttalíf landsmanna fáskrúðugra en nú er. Þá þekktu menn ekki útlenda knattleiki en urðu að láta sér nægja að stunda þá íþrótt sem þróast hefur með landsmönnum "Íslenzku glímuna". Við skulum hugsa okkur að við séum stödd við fjárrétt. Þar hafa bændur og búalið safnast saman undir réttarveggnum. Velheppnuðum göngum er lokið og féð jarmar í réttinni. Lafmóðir hundar eru hvíldinni fegnir en bændur, vinnumenn og liðléttingar skipta liði og hefja bændaglímu að fornum og þjóðlegum sið".