Útskipun í Steinsvör um 1930

Flutningaskipið á legunni er Villemoes, seinna Selfoss (á vegum Eimskipafélags Íslands) á legunni. Skipið var um áratuga skeið l í flutningum fyrir Íslendinga. Keypt hingað fyrst 1917 en smíðað 1914. Selt í brotajárn 1956 og lauk þá sögu þess. Mikið happaskip með merka sögu. Til vinstri sjást býli á Inn-nesinu m.a. Ytri Hólmur og fjallið Esjan í baksýn. Steinsvör kemur mikið við sögu sjósóknar af Akranesi og talin með öruggari lendingarstöðum meðan sjór var sóttur á opnum skipum. Árið 1895 lét Thor Jensen útgerðarmaður og kaupmaður á Akranesi gera bryggju (búkkabryggja) í Steinsvör og var það sú fyrsta þar. Árið 1907 var bryggjan endurnýjuð, steyptur stöplar með járnbitum undir bryggjugólf. Til þessa verks fékkst nokkur styrkur úr landssjóði en það var í fyrsta sinn sem var styrkt til framkvæmda á Akranesi. Bryggjan í Steinsvör var almennt notuð, þar til hafist var handa við nýja hafnargerð. Eftir það voru dagar bryggjunnar út í vörina taldir og jafnaði sjórinn síðustu leifar hennar laust eftir árið 1950. (Jón M. Guðjónsson)

Efnisflokkar
Nr: 29249 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949