Myndin er af Kára-félögum sem tekin eftir leik við Knattspyrnufélag Akraness haustið 1929. Kári vann leikinn og með farandbikar sem félögin kepptu sín á milli. Á þessari mynd eru margir stofnendur Kára. Aftasta röð frá vinstri: Jón Steinsson (1908-2000) frá Miðengi, Bjarin I. Bjarnason (1909-1995) frá Austurvöllum, Ólafur Jónsson (1907-1975) frá Bræðraparti, Halldór Guðmundsson (1911-1989) frá Sigurstöðum og Gústaf Ásbjörnsson (1908-1944) frá Völlum. Miðröð frá vinstri: Hjörtur Líndal Sigurðsson (1905-1988) frá Grafarholti, Valtýr Bergmann Benediktsson (1909-1961) frá Skuld og Sigurður Þorvaldsson (1912-1979) Valdastöðum. Fremsta röð frá vinstri: Hannes Guðmundsson frá Melaleiti, Magnús Magnússon (1909-1999) frá Söndum og Hannes Ólafsson (1907-1986) frá Hliði. Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi var stofnað 1922.