Skipsfélagar á vélbátnum Kjartani Ólafssyni MB 6

Myndin er af skipsfélögum á vélbátnum Kjartani Ólafssyni MB 6. Þeir voru nýkomnir úr róðri og komu sér saman um að skreppa til ljósmyndara og láta taka mynd árið 1921 eða 1922. Skipstjóri var Bjarni Ólafsson frá Litla-Teigi en hann var mikill aflamaður og í áhöfn voru 11 manns. Frá vinstri: Kristinn Gíslason (1895-1977)  frá Kúludalsá, Þórður Bjarnason (1901-1972) frá Sjóbúð, Þórður Sigurðsson (1901-1965) frá Sýruparti, Magnús Sigmundsson (1895-1930) í Görðum og Þorvaldur Ólafsson (1872-1944) frá Bræðraparti.

Nr: 27787 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929