Guðrún Gísladóttir
Guðrún Gísladóttir (1868-1954) bjó á Akranesi frá 1902 til dánardags, lengst á Mið-Söndum. Lærði ljósmóðurfræði hjá Schierbeck landlækni árið 1892. Ljósmóðir í Andakíl 1892-1894, Leirár- og Melasveit 1894-1902 og á Akranesi 1902-1938. Tók á móti 1166 börnum. Samhliða ljósmæðrastarfinu var hún hjúkrunarkona og annáluð fyrir störf sín. Sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1945. Heiðursborgari Akraneskaupstaðar árið 1948. Heiðursfélagi í Kvenfélagi Akraness og Slysavarnardeildarinnar á Akranesi.
Efnisflokkar
Nr: 26815
Tímabil: 1900-1929