Ólafur B. Björnsson
Ólafur B. Björnsson (1895-1959) frá Litlateigi á Akranesi. Hóf ungur verslunarstörf, stofnaði 1916 fyrirtækið Bjarna Ólafsson & Co. Vann ásamt öðrum að stofnun ýmissa fyrirtækja á Akranesi. Var í hafnarstjórn frá 1928 og formaður hennar í nokkur ár. Varaforseti Fiskifélags Íslands 1930-1940 og starfaði einnig í mörgum nefndum s.s. hreppsnefnd, sóknarnefnd. Á árunum 1942-1959 gaf hann út tímaritið Akranes og bækurnar "Saga Akraness I.-II.".
Efnisflokkar
Nr: 26627
Tímabil: 1930-1949