Pétur, Bjarni og Kristleifur
Frá vinstri: Pétur Ottesen (1888-1968), Bjarni Bjarnason (1866-1928) frá Geitabergi, bóndi, hreppstjóri, oddviti og Kristleifur Þorsteinsson (1861-1952) á Stóra-Kroppi. Á bakhlið póstkorts sem Kristleifur Þorsteinsson skrifar dóttur sinni Ingibjörgu Kristleifsdóttur á Húsafelli: Stóra - Kroppi 27. mars 1918. Elskulega dóttir! Það eru jarðamatsmenn sem eru hinsvegar á kortinu. Bjarni á Geitabergi sem stendur og brosir í skeggið, sem tekur í beltisstað. Pétur Ottesen ungur og meyjarmannslegur við hans hægri hönd en til vinstri handar húki ég og sýnist daufur í dálkinn.
Efnisflokkar