Egill Skallagrímsson MB 83
Egill Skallagrímsson var byggður 1914 á Akranesi. Hann var 11,96 smálestir með 15 hestafla Dan vél. Eigendur voru, Haraldur Böðvarsson, Níels Kristmannsson, Guðjón Jónsson á Staðarfelli og Valdimar Eyjólfsson, en hann var formaður meðan þeir áttu bátinn í félagi. Síðar átti Haraldur Böðvarsson bátinn einn. Seldur 20 árum síðar (1934) til Suðurnesja. Árið 1945 var báturinn seldur til Bíldudals. Vorið 1951 rak hann á land og eyðilagðist. Hét alltaf Egill Skallagrímsson, en að sjálfsögðu með mismunandi einkennisstafi og númer.
Efnisflokkar