Garðar

Tvennum sögum fer af Vélbátnum Garðari. Sú fyrri kemur úr ævisögu Haraldar Böðvarssonar eftir Þorstein Jónsson og segir svo: Árið 1917 keyptu Haraldur Böðvarsson og Ármann Halldórsson um 30 smálesta mótorbát, Garðar ÍS, af Þorsteini Egilssyni Eyfirðingi í Bolungarvík. Bátinn skírðu þeir í höfuðið á seljandanum, en oft var hann þó nefndur Garðar áfram. Bátinn rak upp í Hestbúðarhlein við Lambhúsasund og eyðilagðist 1921. Skipstjóri á Þorsteini Egilssyni MB var Ármann Halldórsson. Frá viðburðarríkri heimsiglingu á mótorbátnum Garðari segir Haraldur Böðvarsson svo nánar frá í ævisögu sinni. Neðangreindar upplýsingar eru úr Íslensk skip e. Jón Björnsson. Iðunn 1990. 3. b. Skv. Magnúsi Þór Hafsteinssyni: Garðar, Hét áður Þorsteinn Egilsson Re. Garðar RE 159 sem var smíðaður í Reykjavík 1916 fyrir Sandgerðinga. Árið 1926 var hann svo seldur til Vestmanneyja og hét þar Garðar II VE. Hann bar beinin í Þykkvabæjarfjöru í maí 1931 eftir að áhöfnin hafði hleypt honum á land vegna leka. Mannskapurinn bjargaðist.

Efnisflokkar
Nr: 20880 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 oth02602