Sjómannadagurinn 1945

Skrúðganga sjómannadagsins á Vesturgötu vorið 1945. Frá vinstri: Vilhjálmur Benediktsson (1894-1979) frá Efstabæ, prestarnir eru séra Þorsteinn Briem (1885-1949) sóknarprestur á Akranesi, séra Friðrik Friðriksson (1868-1961), hinn kunni æskulýðsleiðtogi og stofnandi K.F.U.M. og séra Magnús Runólfsson, aðstoðarprestur séra Þorsteins (1945 og fram til vors 1946) Fjær f.v.: Benedikt Tómasson (1876-1961) skipstjóri í Skuld, Bjarni Ólafsson (1874-1963) á Ólafsvöllum, Kristján Sigurjón Kristjánsson (1902-1989) skipstjóri (fánaberi), Kristján Guðmundsson í Höfn, Kristján Möller (1904-1971) í Landakoti, Rannveig, húsfreyja á Klöpp, Þórarinn Einarsson (1917-2002) í Brekkukoti (fánaberi, lengst til hægri) Drengirnir (talið aftan frá): Helgi Ólafur Hannesson (1939-2015), Njörður Geirdal, Guðmundur Sigurjónsson, Jón Björgvinsson og Hafsteinn Þór Elíasson (1939-)

Nr: 18136 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 oth01287