Alt Heidelberg

Frá vinstri: Stefán Bjarnason (1917-2017), Huldar Ágústsson (1934-2008), Baldur Ólafsson (1933-2009), Hallgrímur Viðar Árnason (1936-2017), Sigurborg Sigurjónsdóttir (1933-1986), Sverre Valtýsson (1923-1989), Alfreð Einarsson (1923-2011), Pétur Emil Júlíus Kolbeins Þorvaldsson(1936-2020), Ármann Gunnarsson  (1937-2021), Óðinn S. Geirdal (1907-1993), Hróðmar Hjartarson (1939-), Sigurður Ólafsson (1933-2017), Benedikt Vestmann (1927-1969), Ólafur Jónsson, Jón Gunnlaugsson, Hákon Björnsson (1919-2011), Valgarður Kristjánsson (1917-1999) og Rafn Hjartarson (1935-)
Leikritið var sýnt á árunum 1958-1959. Alt Heidelberg eftir Wilhelm Meyer-Förster. Þýðandi Freysteinn Gunnarsson. Leikritið gerist á 19. öld. Þegar erfðaprins nokkur kemur til náms í Heidelberg fer allt í uppnám, ekki síst hjá vertinum sem á að hýsa hinn tigna stúdent. Fljótlega heillast prinsinn af áhyggjulausu lífi stúdentanna og þá ekki síður af stúlku sem vinnur hjá gestgjafa hans. Hann hellir sér út í skemmtanalífið, en verður frá að hverfa þegar furstinn deyr og skyldan kallar.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 14676 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1950-1959 arb00939