Vesturgata - Neðri-Lambhús - Hermannabraggar

Braggahverfi reis neðst við Vesturgötu. Bretar kölluðu það "Cleveland camp". Á þessari ljósmynd má greina nafnið á skilti lengst til hægri. Þar kemur líka fram að þessi hluti Vesturgötu hét "Marley street" í hugum Breta. Næst til vinstri á myndinni eru Neðri-Lambhús. Fjær er Vesturgata 10. Við tröppur þess má greina hest með kerru. Það hús stendur enn. Svokölluð Fiskivershúsins sjást að hluta neðan við braggana fimm til hægri. Fyrir framan þá stendur foringi með mönnum sínum. Fjær er varðmaður með brandi brugðna byssu um öxl. Við enda Vesturgötu má svo greina blómlegt braggahverfi. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 13654 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 oth00925