Íþróttamót Íþróttafélagsins Harðar 27 júní 1920

Íþróttafélagið Hörður á Akranesi árið 1920 Aftari röð, frá vinstri: Hinrik Líndal Gíslason (1903-1944) Geirmundarbæ, Eyjólfur Jónsson, Bræðraborg, Hallgrímur Jónsson (1899-1930) Guðrúnarkoti, Júlíus Einarsson (1902-1973) Bakka, Sigurdór Sigurðsson (1895-1963) Mel, Hjörtur Bjarnason (1894-1977) Gneistavöllum, Sigurður Vigfússon (1900-1973) Austurvöllum, Þórður Þorsteinsson Þórðarson (1899-1989) Hvítanesi og Haraldur Arason (1895-1971) Sólmundarhöfða Fremri röð frá vinstri: Theóbaldur Ólafsson, Blómsturvöllum, Jón Guðmundsson (1906-1965)  Guðnabæ, Sigurbjörn Jónsson (1907-1987) Tjörn, Helgi Sveinsson Eyjólfsson (1906-1985)  Litlabakka, Ólafur Tryggvi Sigurgeirsson (1903-1928) Geirsstöðum, Árni Einarsson Hvoli, Gústav Ásbjörnsson (1908-1944), Völlum og Halldór Sigurðsson (1905-1925) Akbraut Myndin var tekin á íþróttamóti félagsins sem haldið var á Grenjunum á Akranesi, 27. júní 1920. Var þá keppt í íslenskir glímu og sundi, en þær íþróttagreinar voru einkum iðkaðar innan félagsins. Íþróttafélagið Hörður starfaði um árabil, frá því nokkru eftir 1910 og nokkuð fram yfir 1920. Félagið lagðist niður með félögunum á myndinni, er þeir lögðu íþróttirnar að mestu á hilluna. Aðalhvatamenn að stofnun þessa fjelags munu hafa verið þeir Eyjólfur Jónsson, Hallgrímur og Sigurdór. Hallgrímur og Eyjólfur voru í röð bestu glímumanna á sinni tíð, og svipa má segja um aðra í röðum hinna ungu Akurnesinga þarna á myndinni.

Efnisflokkar
Nr: 13644 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 oth00915