Fyrsta ferming á Íslandi í kyrtlum

Séra Jón M. Guðjónsson ásamt fermingarbörnum. Þetta mun ekki hafa verið fyrsta ferming í kyrtlum á Íslandi. Sr. Jón fékk þessa hugmynd og Margrét dóttir hans er var í Noregi sendi honum snið af kyrtli er notaðir voru þar í landi. Sagði hann sr. Pétri Sigurgeirssyni á Akureyri frá þessu. Þeir á Akureyri gripu þetta strax svo það var líklega fermt fyrst í kyrtlum þar, viku fyrr en á Akranesi en það var 9. maí 1954.

Efnisflokkar
Nr: 11610 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1950-1959 arb00556